Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. janúar 2021 13:50
Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fær ekki bætur frá KSÍ
Guðni og Þorsteinn á fréttamannafundinum í dag.
Guðni og Þorsteinn á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson var í dag ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins en hann hafði undanfarin sjö ár starfað við þjálfun kvennaliðs Breiðabliks.

Þegar Eiður Smári Guðjohnsen þá þjálfari karlaliðs FH var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í síðasta mánuði greiddi KSÍ bætur til FH fyrir hann.

Guðni Bergsson formaður KSÍ var til viðtals á fréttamannafundi sambandsins í dag í tilefningu ráðningar Þorsteins og í viðtali við Fótbolta.net var hann spurður hvort KSÍ hafi greitt Breiðabliki bætur líka?

„ Nei, við gerðum það ekki, við nálguðumst það öðruvísi," sagði Guðni við Fótbolta.net.

„Við vorum með gott samkomulag við þá um hvenær við myndum taka við Þorsteini inn á okkar launaskrá."

„Það fór allt saman mjög vel og við áttum í mjög góðum samskiptum við Breiðablik og þökkum þeim kærlega fyrir."

Guðni Bergs: Lúxusvandamál að hafa góða umsækjendur
Athugasemdir
banner
banner
banner