fim 28. janúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Celtic minnist Jóhannesar
Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson lést um síðustu helgi, sjötugur að aldri.

Jóhanes spilaði með Celtic frá 1975 til 1980 og er hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Fyrir leik Celtic og Hamilton Academical í gærkvöldi var mínútu þögn til minningar um Jóhannes.

Celtic birti einnig myndband í gær til minningar um Jóhannes og lét fylgja með „You’ll Never Walk Alone" sem stuðningsmenn liðsins syngja oft.

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner