Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 10:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: DV 
Kvennalandsliðið með bækistöðvar í Crewe í sumar
Icelandair
Heimavöllur Crewe.
Heimavöllur Crewe.
Mynd: Getty Images
Evrópumót kvennalandsliða fer fram á Englandi í sumar. Íslenska kvennalandsliðið verður með bækistöðvar í Crewe og mun æfa á æfingasvæði C-deildarliðsins Crewe Alexandra.

Þetta kemur fram í svari KSÍ við fyrirspurn DV.

Crewe er staðsett í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Manchester en þar mun Ísland spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum.

Svona verður leikjadagskrá Íslands á EM 2022:

10. júlí 16:00: Ísland - Belgía (Akademíuvöllurinn í Manchester)
14. júlí 16:00: Ísland - Ítalía (Akademíuvöllurinn í Manchester)
18. júlí 19:00: Ísland - Frakkland (New York völlurinn í Rotherham)

Svona er staðan á heimslistanum í okkar riðli:

Frakkland 5. sæti
Ítalía 14. sæti
Belgía 19. sæti
Ísland 16. sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner