Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   þri 28. janúar 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Fjölskyldan vildi ekki lengur mæta á völlinn
Stuart Kettlewell sagði upp sem stjóri skoska liðsins Motherwell þar sem hann fékk að heyra það frá óánægðum stuðningsmönnum. Fjölskylda hans vildi ekki lengur mæta á völlinn þar sem hann fékk mjög ljót orð úr stúkunni.

„Þegar hann vildi leggja fram uppsögn sína þótti mér mjög leiðinlegt að heyra af áhrifunum sem þetta hafði á fjölskyldu hans og hvernig honum leið með þetta," segir Brian Caldwell, framkvæmdastjóri félagsins.

„Enginn stjóri, leikmaður eða starfsmaður félags á að líða svona. Félagið okkar er í eigu stuðningsmanna og er drifið áfram af samfélaginu, við verðum að halda utan um okkar fólk."

Caldwell segir félagið hafa samþykkt uppsögnina með trega en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum. Liðið er í fimmta sæti skosku úrvalsdeildarinnar.

„Stuart sagði okkur frá því hvernig persónulegar árásir á hann hefðu slæm áhrif á fjölskyldu hans sem vildi ekki lengur mæta á leikina hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner