Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Strákarnir í Liverpool lögðu Southampton - Stórleikur á Old Trafford
Jayden Danns
Jayden Danns
Mynd: EPA

Liverpool 3 - 0 Southampton
1-0 Lewis Koumas ('44 )
2-0 Jayden Danns ('73 )
3-0 Jayden Danns ('88 )


Liverpool er komið áfram í átta liða úrslitin í enska bikarnum og mæta Manchester United eftir sigur á Southampton.

Southampton byrjaði leikinn mun betur en Harvey Elliott átti fyrstu marktilraun Liverpool þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks.

Stuttu síðar skoraði hinn 18 ára gamli Lewis Koumas fyrsta mark leiksins í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann átti skot fyrir utan vítateiginn sem hafði viðkomu í Jan Bednarek.

Koumas fór af velli eftir klukkutíma leik en Jayden Danns kom inn á í þriðja leik sínum í röð og hann átti eftir að láta til sín taka.

Hann fékk boltann innfyrir vörn Southampton frá Elliott og vippaði snyrtilega yfir Joe Lumley markvörð Southampton. Hann bætti síðan þriðja markinu við þegar hann fylgdi eftir skoti Conor Bradley sem Lumley varði út í teiginn.

Það reyndist síðasta mark leiksins og því sigur Liverpool staðreynd og liðið heimsækir Manchester United á Old Trafford í átta liða úrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner