Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Timber mættur aftur út á æfingavöllinn
Mynd: Getty Images

Jurrien Timber varnarmaður Arsenal er loksins farinn að æfa með liðinu eftir langa fjarveru.


Þessi 22 ára gamli Hollendingur gekk til liðs við Arsenal í sumar frá Ajax fyrir 38 milljónir punda og sleit krossband í fyrsta leik gegn Nottingham Forest í ágúst.

Timber er fjölhæfur varnarmaður og þrátt fyrir frábært tímabil hjá Arsenal hefur liðið saknað hans þar sem nokkrir leikmenn hafa þurft að spila út úr stöðu vegna meiðslavandræða í hópnum.

Hann er nú byrjaður að æfa, en þó ekki af fullu, en Mikel Arteta stjóri liðsins er bjartsýnn á að hann nái að spila áður en yfirstandandi tímabili lýkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner