Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. mars 2021 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um gula spjald Alberts: Verð að sjá þetta aftur
Icelandair
Albert tekur mann á.
Albert tekur mann á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson verður í leikbanni þegar Ísland mætir Liechtenstein í undankeppni HM á miðvikudag.

Albert fékk sitt annað gula spjald í undankeppninni í leiknum gegn Armenum í dag. Leikurinn tapaðist 2-0 en Albert spilaði allan leikinn.

Albert fékk gula spjaldið fyrir leikaraskap inn í teig en hann hafði einnig fengið gult spjald í tapinu gegn Þýskalandi síðasta fimmtudag.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í atvikið á blaðamannafundi eftir leik.

„Ég á eftir að sjá það aftur. Albert fer inn í teiginn og reynir að taka mann á eins og hann á að gera. Hvort sem þetta er víti eða gult spjald, ég veit það ekki - ég á eftir að sjá það aftur. Þetta eru hlutir sem gerast í fótbolta. Þetta er leikstaða þar sem Albert á að fara á manninn. Síðan verð ég að fá að sjá þetta aftur."

Leikurinn við Liechtenstein er eins og áður segir á miðvikudag en þar kemur ekkert annað til greina en þrjú stig. Ekkert annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner