Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. mars 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Við erum að leita í léttu leiðina
Icelandair
Kári í leiknum í dag.
Kári í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason kom inn í byrjunarlið Íslands með skömmum fyrirvara fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM í dag.

Ísland tapaði leiknum 2-0 og er með núll stig eftir tvo leiki í undankeppninni.

„Svona óvæntir hlutir geta gerst og menn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur," sagði Kári í samtali við RÚV eftir leikinn.

„Þetta var erfitt og við sköpum ekki nægilega mikið af dauðafærum. Þetta eru mest fyrirgjafir sem við náum ekki í endann á. Þetta var erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir."

„Ég ætla ekki að kenna einum eða neinum um þetta. Við fáum á okkur mark sem lið og áfram gakk. Auðvitað verðum við að skoða það ef eitthvað fór úrskeiðis."

„Þetta er erfiður útivöllur og erfitt að sækja eitthvað hingað. Auðvitað ætlumst við samt til að gera betur og skapa fleiri færi. Það er eitthvað sem við þurfum að fara í gegnum. Menn eru ekki að hóta nægilega mikið aftur fyrir, við erum að leita í léttu leiðina; út á kant og í fyrirgjöf."
Athugasemdir
banner
banner
banner