Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - U17 og U19 geta komist á EM
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Það er nóg um að vera hjá yngri landsliðum Íslands í dag þar sem U17 og U19 eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti á lokamóti EM.


U17 þarf að sigra gegn Skotlandi og treysta á úrslit úr öðrum leik, en Strákarnir okkar eru með tvö stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Sigur gegn Skotum nægir Íslandi ef Svartfjallalandi tekst að sigra heimamenn í Wales. 

Ef Wales nær hins vegar jafntefli gegn Svartfellingum, þurfa Íslendingar að sigra Skota með þriggja marka mun til að hirða toppsætið á markatölu. 

Hvað sem gerist í leik Walesverja þá er sigur gegn Skotum gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland. Þá munu strákarnir efnilegu eiga möguleika á að komast í umspil um sæti á EM.

Möguleikar U19 liðsins eru talsvert bjartari þar sem strákarnir tróna á toppi milliriðilsins eftir óvæntan sigur gegn Englandi um helgina.

U19 spilar við Ungverjaland og nægir sigur til að tryggja toppsætið. 

Að lokum eigast Fjölnir og ÍH við í eina leik dagsins í íslenska boltanum. Liðin mætast C-deild Lengjubikars kvenna í kvöld. Þar eru liðin að keppast um annað sætið eftir að hafa bæði tapað fyrir toppliði ÍA.

Bein textalýsing frá úrslitaleiknum hjá U17
Bein textalýsing frá úrslitaleiknum hjá U19

Undankeppni EM U17:
12:00 Ísland U17 - Skotland U17

Undankeppni EM U19:
18:30 Ungverjaland U19 - Ísland U19

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
20:00 Fjölnir-ÍH (Egilshöll)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner