,,Þetta var góður leikur af hálfu FH," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 3-1 sigur á KR í meistarar meistaranna í kvöld.
,,Mér fannst við byrja vel, settum KR undir pressu. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik."
,,Við byrjuðum seinni hálfleik ekki nógu vel, vorum ekki nógu nálægt mönnum okkar og ekki að dekka nógu vel. Þeir komust inn í leikinn og fengu ágætis möguleika og skoruðu eitt mark."
,,Svo fengum við möguleika til að skora fleiri mörk, Albert Inga fékk góð tækifæri. Mér fannst þetta heilt yfir sanngjarn sigur."
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir