Bjarki Björn Gunnarsson skoraði frábært mark í sigri ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 ÍBV
„Það er bullandi stígandi í þessu. Gott að gera þetta hérna á teppinu, aðeins að svara kallinu. Rok í Garðabænum á teppinu, menn héldu að við gætum bara gert þetta á Þórsvellinum en við erum með hörku lið," sagði Bjarki Björn.
Stjarnan minnkaði muninn í uppbótatíma en það var orðið of seint.
„Maður var aðeins á fá fyrir hjartað í lokin. Ekkert eðlilega þægilegt að fá þetta þriðja mark, Oliver er ótrúlegur."
Bjarki skoraði glæsilegt mark en hann skaut í slá og inn.
„Arnór (Ingi Kristinsson) tíaði boltann upp fyrir mig og það var lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær. Maðru átti nokkur góð í Lengjunni í fyrra og maður þarf að sýna sig líka í Bestu deildinni," sagði Bjarki Björn.
Athugasemdir