Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Guðjón Magnússon (ÍR)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fá Pablo í Breiðholtið og sameina Punyed bræðurna.
Fá Pablo í Breiðholtið og sameina Punyed bræðurna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magico.
Magico.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegur og reiður.
Efnilegur og reiður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolruglaður og fyndinn.
Kolruglaður og fyndinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar KAM dettur í Survivor gírinn...
Þegar KAM dettur í Survivor gírinn...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar þú lest þetta, vinur, hvað varstu að gera?
Þegar þú lest þetta, vinur, hvað varstu að gera?
Mynd: EPA
Guðjón Máni er kantmaður sem er á leið í sitt fjórða tímabil hjá ÍR. ÞAr á undan var hann í Haukum, Fjarðabyggð, Augnabliki og uppeldisfélaginu Breiðabliki. Guðjón Máni á að baki 141 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 31 mark.

Hann var einu sinni í liði umferðarinnar í fyrra þegar ÍR kom öllum á óvart og náði 5. sæti í Lengjudeildinni sem nýliði. Guðjón Mán skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vetur og sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Guðjón Máni Magnússon

Gælunafn: Gauji, Gussi, Guyo, Sparkormur í vinnunni

Aldur: 26 ára

Hjúskaparstaða: Er í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ég spilaði minn fyrsta meistaraflokksleik 2016 eða 17, æfingaleikur gegn Fram, Höskuldur klúðraði einn á móti markmanni þegar að ég sendi á hann, hann man líklega sjálfur ekkert eftir því

Uppáhalds drykkur: Svartur kaffibolli upp í vinnu

Uppáhalds matsölustaður: Viking Kebab, Nings réttur 66 klikkar seint

Uppáhalds tölvuleikur: CS2, finnur mig stundum í fort

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, því miður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Erfitt að velja uppáhalds, ætli það sé ekki Breaking Bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens, Fifty og Adryan

Uppáhalds hlaðvarp: That Peter Crouch Podcast, Samsæriskenning og ÍR Hlaðvarpið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram, Reels

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Líklega fotbolti.net eða visir.is

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz með Steinda

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Förum í kennslu bara" Eftir að ég sýndi félaga mínum nýju forgjöfina í Trackman

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Verð ég ekki að segja Leiknir Reykjavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Stefán Pálsson á æfingum, Magico

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það eru margir frábærir þjálfarar sem að ég hef spilað fyrir, Jóhann Birnir og Árni hafa verið bestir fyrir mig

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Garðbæingur, segi engin nöfn samt!

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo, unreal

Sætasti sigurinn: Á N1 mótinu, grenjandi rigning og stilltum upp í lið sjálfir

Mestu vonbrigðin: Manchester United

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Pablo Punyed, væri rosalegt að hafa 2x Punyed

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Marc McAusland nr 1, síðan Sadew Vidusha/Róbert Elís

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Hrafn Hallgrímsson

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Ertu galin, daman yrði ekki sátt

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: CR7 :)

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Að skot í stöng og slá ætti að vera skot á markið

Uppáhalds staður á Íslandi: 200 Kóp

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Líklega þegar að það var verið að hóta mér í leik í fyrra (Þú veist ekki hvað þú ert að koma þér út í) smá æsingur

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég má ekki klára banana áður en að ég spila, skil alltaf eftir einn bita

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Bryson DeChambeau á youtube break 50, með því skemmtilegasta sem að ég horfi á, en horfi eiginlega bara á fótbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Mætingu, mér fannst ógeðslega leiðinlegt að mæta, dönsku líka

Vandræðalegasta augnablik: Klúðraði nánast á línu á móti ÍH þegar að þeir unnu okkur í mjólkurbikar

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Sæmundur Sven, Alexander Kostic og Ágúst Unnar, væri skemmtilegur dinner

Bestur/best í klefanum og af hverju: Það eru allir geggjaðir í klefanum Ætli Renato Punyed yrði ekki fyrir valinu, mér finnst hann kolruglaður og fyndinn

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Kristján Atli í survivor, það væri rosalegt að fylgjast með honum detta í survivor gírinn

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Byrjaði að grána 16 ára

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það hafa allir komið mér á óvart, geggjaður hópur, en Johnny og Marc komu mér mest á óvart, ótrúlegt hvað það er hægt að vera reiður

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn að senda tilboð í vinnunni, steingleymdi því

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa æfingar, öll hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Ten Hag hvað í ósköpunum hann hafi verið að pæla með UTD

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Okkar stuðningsmenn eiga mikið hrós skilið, búnir að vera sturlaðir, ég vill sjá sem flesta mæta og styðja áfram við bakið á okkur í sumar
Athugasemdir
banner