Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
banner
banner
þriðjudagur 29. apríl
Besta-deild kvenna
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
mánudagur 28. apríl
Championship
Leeds - Bristol City - 19:00
Frauen
Wolfsburg W - Hoffenheim W - 16:00
Serie A
Verona - Cagliari - 18:45
Lazio - Parma - 18:45
Udinese - Bologna - 16:30
mán 28.apr 2025 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 7. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í sjöunda sæti eru ÍR-ingar.

ÍR er spáð sjöunda sæti.
ÍR er spáð sjöunda sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir er núna einn aðalþjálfari ÍR.
Jóhann Birnir er núna einn aðalþjálfari ÍR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc McAusland er afar mikilvægur í varnarleik ÍR.
Marc McAusland er afar mikilvægur í varnarleik ÍR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Atli var stórkostlegur fyrir ÍR í fyrra.
Kristján Atli var stórkostlegur fyrir ÍR í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Renato Punyed, bróðir Pablo, er á miðjunni hjá ÍR.
Renato Punyed, bróðir Pablo, er á miðjunni hjá ÍR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Dagur Matthíasson skipti alfarið yfir í ÍR í vetur og er leikmaður til að fylgjast með.
Hákon Dagur Matthíasson skipti alfarið yfir í ÍR í vetur og er leikmaður til að fylgjast með.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi Karl fór í FH í vetur og það er missir af honum.
Bragi Karl fór í FH í vetur og það er missir af honum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhelm Þráinn var einn besti markvörður Lengjudeildarinnar í fyrra.
Vilhelm Þráinn var einn besti markvörður Lengjudeildarinnar í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Ágúst Unnar Kristinsson.
Bakvörðurinn Ágúst Unnar Kristinsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir ÍR í sumar?
Hvað gerir ÍR í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ÍR, 112 stig
8. Grindavík, 101 stig
9. Leiknir R., 100 stig
10. Fjölnir, 82 stig
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig

7. ÍR
Það bjuggust nú flestir við því að ÍR myndi falla beint aftur niður í 2. deild þegar síðasta tímabil fór af stað. Þó ef horft var í undirbúningstímabil, þá voru einhver teikn á lofti um að tímabilið myndi fara á annan veg hjá Breiðhyltingum. Og það gerði það. Þetta var fyrsta tímabil ÍR í næst efstu deild í fimm ár en þeir höfðu setið fastir í 2. deild í nokkur ár. Þeir voru tilbúnir í verkefnið og voru aldrei einhvern veginn líklegir til að falla úr Lengjudeildinni. Í staðinn blönduðu sér þeir í baráttuna um umspilið og komust að lokum í það. Í umspilinu mættu þeir Keflavík og eftir fyrri leikinn voru Keflvíkingar talinn aðeins of stór biti. En ÍR-ingar sýndu mikinn karakter, eins og þeir höfðu oft gert um sumarið, og komu næstum því til baka í seinni leiknum á útivelli. Aftur hefur þeim gengið vel á undirbúningstímabilinu og spurning hvað þeir gera í sumar.

Þjálfarinn: Það voru breytingar í Breiðholtinu í vetur en Jóhann Birnir Guðmundsson tók einn við sem aðalþjálfari eftir að Árni Freyr Guðnason hætti til að taka við Fylki. Sú ákvörðun Árna vakti ekki mikla gleði hjá stuðningsmönnum ÍR-inga og verða leikirnir þeirra við Fylki mjög áhugaverðir í sumar. Jóhann Birnir hefur verið þjálfari ÍR síðustu árin ásamt Árna og nú tekur hann einn við. Jói var frábær leikmaður á sínum ferli og var meðal annars atvinnumaður hjá Watford á Englandi. Eftir að skórnir fóru upp á hillu starfaði Jóhann sem afreksþjálfari hjá FH og sem yfirþjálfari hjá Keflavík.

Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klúbburinn er drifinn áfram af ástríðu og hjarta
„ÍR-ingar eru á leið inn í áhugavert tímabil. Þeir hafa misst rosalega marga uppalda leikmenn sem einnig voru burðarásar í liðinu, klúbburinn er drifinn áfram af ástríðu og hjarta svo það verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að taka frábært tímabil í fyrra með sér inn í þetta þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn."

„Jói virkar á mig sem frábær þjálfari og hafa þeir verið klókir á markaðnum, tildæmis með því að sækja Kalla frá mér úr Árbæ en hann myndar öflugt hafsentapar með Marc, ÍR-ingar eru ekkert að flækja knattspyrnufræðin og munu vera þéttir og beinskeyttir."

„ÍR fékk á sig átta mörk á heimavelli í fyrra og þarf að halda áfram að gera vígi úr Mjóddinni, þeir eru með snarbilaða stuðningsmenn sem leggja líf og sál í stuðning við félagið sem rímar vel við þessa ástríðu og hjarta sem ég nefndi hér ofar, ef allt smellur verða ÍR-ingar öflugir og erfiðir að eiga við, þeir eru þó brothættir og ég á enn eftir að sjá hver ætlar að raða inn mörkum í fjarveru Braga Karls."


Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.

Lykilmenn: Marc McAusland og Kristján Atli Marteinsson
Marc McAusland er liðsins og maðurinn sem bindir varnarleikinn saman. Þótt hann sé ekki uppalinn ÍR-ingur og býr á suðurnesjunum er hann með alvöru ÍR hjarta sem smitar út frá sér í liðið. Það sást í fyrra hversu mikilvægur hann er fyrir liðið. Klárlega einn besti leiðtogi Lengjudeildarinnar og með betri mönnum landsins að verjast í lágri blokk sem hentar ÍR liðinu mjög vel. Hann er ekki hræddur að öskra á menn og halda þeim á tánum sem er gott fyrir ÍR liðið. Kristján Atli kom inn í ÍR liðið fyrir seinasta tímabil, sama tíma og Marc, og er einstakur leikmaður og karakter. Það er aldrei að spurja að því með Kristján, hann gefur sig alltaf 110% fram og neitar að gefast upp. Hann hefur strax stimplað sig inn í hjörtu ÍR-inga og er afar mikilvægur fyrir ÍR liðið. Kristján er með risa ÍR hjarta og á stóran þátt í þessari geðveiki sem er í gangi í Seljahverfinu.

Gaman að fylgjast með: Hákon Dagur Matthíasson
Hákon er 19 ára leikmaður sem er uppalinn ÍR-ingur og mun fá stórt hlutverk í sumar í Breiðholtinu. Í fyrra var hann á láni í Breiðholtinu frá Víkingum en skipti nú alfarið yfir í Seljahverfið og hefur átt mjög góðan vetur eins og allt ÍR liðið. Þetta er leikmaður sem gæti sprungið út í sumar á miðsvæðinu. Sadew Vidusha er þá uppalinn ÍR-ingur og er ungur og spennandi leikmaður fæddur árið 2007 sem má hafa auga á. Hann er í yngri landsliðum Sri Lanka og hefur verið að æfa með A landsliðinu líka. Kantmaður og menn í herbúðum ÍR líkja honum oft við Riyad Mahrez.

Komnir:
Arnór Sölvi Harðarson frá ÍBV
Ívan Óli Santos frá Gróttu
Óðinn Bjarkason frá KR (á láni)
Jónþór Atli Ingólfsson frá Augnabliki
Baldur Páll Sævarsson frá Víkingi R.
Óliver Andri Einarsson frá Keflavík
Sigurður Orri Ingimarsson frá Keflavíkha
Sigurður Karl Gunnarsson frá Árbæ
Mikael Trausti Viðarsson frá Fram
Breki Hólm Baldursson frá KA (á láni)
Víðir Freyr Ívarsson frá Fram (var á láni hjá Hetti/Hugin)
Ísak Daði Ívarsson frá Víkingi (var á láni hjá Gróttu)

Farnir:
Róbert Elís Hlynsson í KR
Bragi Karl Bjarkason í FH
Óliver Elís Hlynsson í Fram
Arnór Gauti Úlfarsson í Grindavík
Sæþór Ívan Viðarsson í Hött/Hugin
Marteinn Theodórsson í Kára
Gils Gíslason í FH (var á láni)



Fyrstu þrír leikir ÍR:
3. maí, ÍR - Völsungur (Egilshöll)
9. maí, HK - ÍR (Kórinn)
16. maí, Njarðvík - ÍR (Rafholtsvöllurinn)
Athugasemdir