Antonio Rudiger gæti fengið langt bann eftir að hafa misst algjörlega stjórn á skapi sínu í úrslitaleik spænska bikarsins gegn Barcelona um helgina.
Hann varð brjálaður þegar Kylian Mbappe var dæmdur brotlegur í framlengingunni og kastaði ísmolum í átt að dómaranum og menn þurftu að halda aftur af honum á bekknum.
Hann varð brjálaður þegar Kylian Mbappe var dæmdur brotlegur í framlengingunni og kastaði ísmolum í átt að dómaranum og menn þurftu að halda aftur af honum á bekknum.
Lothar Matthaus, goðsögn í Þýskalandi, var alls ekki sáttur með hegðun landa síns.
„Hann varð brjálaður, hafði engin tök á tilfinningunum. Hann er þýskur landsliðsmaður og á að sýna fordæmi, hann gleymdi því öllu," sagði Matthaus.
„Hann má vera sáttur ef hann fær bara fjögurra vikna bann. Ég býst við mjög löngu banni, tveggja stafa tölu."
Athugasemdir