Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og var Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, spurður út í mögulegan liðsstyrk eftir slæmt tap, 5-0, gegn KR í gærkvöldi.
Má búast við því að sjá einhverjar hreyfingar á hópnum hjá ÍA?
Má búast við því að sjá einhverjar hreyfingar á hópnum hjá ÍA?
Lestu um leikinn: KR 5 - 0 ÍA
„Við munum reyna það, ég veit ekki hvað er í stöðunni, en við munum sannarlega skoða það," sagði Jón Þór við Harald Örn Haraldsson, fréttamann Fótbolta.net.
„Við þurfum bara góðan leikmann, ef við náum að finna mann sem styrkir okkur og gengur upp, þá skoðum við það mjög vel," sagði Jón Þór en gat ekki gefið neinar vísbendingu um leikstöðu.
ÍA er með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. ÍA vann Fram í fyrsta leik en hefur svo tapað gegn Stjörnunni, Vestra og KR.
Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson var ekki í leikmannahópi ÍA í gær vegna veikinda.
Komnir
Gísli Laxdal Unnarsson frá Val
Baldvin Þór Berndsen frá Fjölni
Ómar Björn Stefánsson frá Fylki
Jón Sölvi Símonarson frá Breiðabliki (á láni)
Haukur Andri Haraldsson keyptur frá Lille (var á láni)
Farnir
Hinrik Harðarson til Odd
Arnór Smárason hættur
Jón Breki Guðmundsson til Empoli
Ingi Þór Sigurðsson í Grindavík á láni
Hilmar Elís Hilmarsson til Fjölnis á láni
Arnleifur Hjörleifsson til Njarðvíkur á láni
Árni Salvar Heimisson í Grindavík á láni
Breki Þór Hermannsson í Grindavík á láni
Dino Hodzic orðinn markmannsþjálfari
Marvin Darri Steinarsson til Gróttu (var á láni frá Vestra)
Athugasemdir