Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   þri 28. maí 2013 22:07
Hafliði Breiðfjörð
Bubbi: Það verður enginn matur, ekkert læri!
Kvenaboltinn
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst mikil bót í okkar leik frá því síðast. Við erum búnar að vinna í að hækka okkur upp völlinn. Mér fannst það ganga ágætlega upp núna, við vorum ekki að falla niður miðjuna eins og við höfum verið að gera og vorum að verja vörnina sem er eins og það á að vera," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari HK/Víkings eftir 2-2 jafntefli við FH í Víkinni í kvöld.

,,Þetta var bara leikur á milli tveggja liða sem eru á mjög svipuðum stað, við fáum fín færi til að klára þennan leik í fyrri hálfleik, fjögur mjög góð færi og þá er ég að tala um dauðafæri. Það er dýrt að klára ekki færin en við erum að fá færi. Ég er að vísu pirraður að ná ekki þremur stigum úr þessu en það er samt margt gott og okkur hlakkar til að spila næsta leik á móti Val."

Eins og Björn Kristinn minnist á er næsti leikur liðsins á móti Val en þar mætir hann dætrum sínum, Björku og Laufeyju sem spila með Val, hvernig verður það?

,,Það verður bara fínt, það er ekkert í fyrsta skiptið. Það verður bara tekið á þeim, annars fá þær ekkert að éta, það verður enginn matur, ekkert læri og það er bara búið," grínaðist hann.

,,Nei nei, þetta er bara fótbolti og þær eru að spila þarna. Ég fer í minn leik og við horfum á okkar lið því við þurfum fyrst og fremst að horfa á okkar lið. Stúlkurnar verða að hætta að stressa sig á hvað hinn aðilinn er að gera, og hvað þær ætla að gera og hvaða leikmenn hann hefur og hvaða stjörnur hann hefur. Við þurfum að hugsa meira um það sem við ætlum að gera eins og við gerðum fyrir þennan leik og ég held að hafi heppnast að hluta til."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner