Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. maí 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður fæddur 2007 spilaði með KA
Úr leik KA og Reynis á dögunum
Úr leik KA og Reynis á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA er komið í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 4-1 sigur á Reyni Sandgerði í fyrsta leik liðsins á nýjum velli á KA svæðinu.


Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en KA náði að skora tvö mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og gerðu svo út um leikinn með fjórða markinu undir lok leiksins.

Á 80. mínútu gerði Arnar Grétarsson tvöfalda breytingu. Hallgrímur Jónasson sem var að spila sinn fyrsta leik í tvö ár fór af velli ásamt Dusan Brkovic. Inná í þeirra stað komu Valdimar Logi Sævarsson og  Mikael Breki Þórðarson. Þeir eru fæddir árið 2006 og 2007.

Arnar var mjög ánægður að gefa þeim tækifæri og sagði að þeir hafi staðið sig vel.

„Gaman að geta sett unga og efnilega stráka inná í lokin. Gríðarlega efnilegir strákar sem fengu mínútur og mér fannst þeir standa sig gríðarlega vel," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.


Arnar Grétars: Réðum ferðinni frá byrjun og til enda
Athugasemdir
banner
banner