Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 28. maí 2023 22:07
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Höttur/Huginn skoraði fjögur gegn Haukum
Höttur Huginn hafði aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjunum
Höttur Huginn hafði aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjunum
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn 4 - 2 Haukar
1-0 Alberto Lopez Medel ('2 )
1-1 Gunnar Darri Bergvinsson ('19 )
2-1 Tumi Þorvarsson ('24 , Sjálfsmark)
3-1 Kristján Jakob Ásgrímsson ('37 )
4-1 Almar Daði Jónsson ('56 )
4-2 Nikola Dejan Djuric ('59 )

Höttur/Huginn náði í fyrsta sigurinn í 2. deild karla í dag með því að fara með sigur af hólmi gegn Haukum, 4-2, á Egilsstöðum.

Alberto Lopez Medel skoraði strax á 2. mínútu fyrir heimamenn en Gunnar Darri Bergvinsson svaraði með jöfnunarmarki á 19. mínútu.

Tumi Þorvarsson kom boltanum í eigið net fimm mínútum síðar og bætti þá Kristján Jakob Ásgrímsson við þriðja marki heimamanna þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Almar Daði Jónsson náði í mikilvægt fjórða mark á 56. mínútu áuur en Nikola Dejan Djuric gerði sárabótarmark fyrir Hauka þremur mínútum síðar.

Höttur/Huginn er með 4 stig í 8. sæti en Haukar með 5 stig í 6. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner