Roy Hodgson vildi ekki útiloka neitt er hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli Crystal Palace við Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, en samningur hans rennur út í júní.
Hodgson tók við Palace eftir að Patrick Vieira var rekinn frá félaginu í mars.
Englendingurinn, sem er 75 ára, gerði góða hluti með liðið og tapaði aðeins tveimur í þeim tíu leikjum sem hann stýrði.
„Ég fyllist ánægju og stolti þegar ég horfi til baka. Það var aðeins meiri glamúr yfir þessu tímabili en fyrra skiptið sem ég stýrði liðinu var mikilvægari tími því við hefðum getað fallið á hvaða augnabliki sem er,“ sagði Hodgson.
„Við þurfum að leggja hart að okkur að það mynd iekki gerast og settum mikinn bening inn í félagið sem gerði það að verkum að við gátum byggt akademíuna. Sá kafli var jafn mikilvægur og þessi.“
„Ég segi að það sé meiri glamúr yfir þessum kafla því við tókum 18 stig úr tíu leikjum og töpuðum aðeins tvisvar og það kalla ég góða frammistöðu. Þetta var samt ekki bara mín vinna heldur var það Patrick Vieira sem byrjaði tímabili og hann vann leiki og náði líka í stig og vann leiki. Við tveir höfum komið félaginu í stöðu sem það vill vera í og framtíðin er björt.“
„Ég hef ekki talað við Steve Parish. Hvað mig varðar þá var ég ráðinn til að vinna þessa vinnu. Ég gerði það og nú fer ég aftur í það sem ég var að gera áður en ég fékk símtalið um að koma og sjáum svo hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Hodgson.
Athugasemdir