Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   sun 28. maí 2023 15:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Holland: Twente í umspil - Andri Fannar í byrjunarliði NEC
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lokaumferðin í hollensku deildinni fór fram í dag. Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni.


Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem tapaði 2-0 gegn Herenveen. Willum spilaði 27 leiki, skoraði 8 mörk og lagði upp þrjú á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn í 1-1 jafntefli NEC Nijmegen gegn SIttard. Nijmegen endar í 12. sæti með 36 stig, þremur stigum á eftir GA Eagles.

Twente endar í 5. sæti eftir 3-1 sigur á Ajax en Alfons Sampsted kom ekkert við sögu í leiknum. Liðin í 5. - 8. sæti fara í umspil um sæti í Sambandsdeildinni en umspilið hefst á fimmtudaginn.

Herenveen 2-0 G. A. Eagles

Sittard 1-1 Nijmegen

Twente 3-1 Ajax


Athugasemdir
banner
banner