Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   sun 28. maí 2023 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe verður áfram hjá PSG
Mynd: EPA
Franski framherjinn Kylian Mbappe verður áfram hjá Paris Saint-Germain á næstu leiktíð en þetta staðfesti hann við fjölmiðla í dag.

Mbappe var valinn besti leikmaður frönsku deildarinnar þriðja sinn í röð eftir að PSG varð franskur meistari.

Frakkinn skoraði 28 mörk og var með 6 stoðsendingar í 33 leikjum í deildinni á þessari leiktíð.

Tímabilið hjá PSG var þó mikil vonbrigði í heild sinni en liðið datt úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og komst þá ekki í úrslit franska bikarsins.

Framherjinn hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid en Mbappe ætlar þó ekki að fara neitt í sumar.

„Ég er mjög ánægður við mína ákvörðun að vera áfram hér og ég verð áfram hjá PSG á næsta tímabili,“ sagði Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner