Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti ætlar að enda ferilinn hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti segist ekki vilja taka við öðru þjálfarastarfi á ferlinum heldur en hjá Real Madrid.

Ancelotti er 64 ára gamall og meðal reynslumestu þjálfara í heimi, en honum hefur tekist að afreka frábæra hluti á ferli sínum bæði sem leikmaður og þjálfari.

Afar hávær orðrómur var á sveimi í fyrra um að Ancelotti hefði samþykkt að taka við brasilíska landsliðinu sumarið 2024 þegar samningur hans við Real Madrid rynni út, en það virðist ekkert ætla að verða úr því eftir að hann fékk nýjan samning hjá Real á tímabilinu.

Nýi samningurinn gildir til 2026 og er Ancelotti himinlifandi. Hann hefur ekki áhuga á að taka við neinu öðru félagsliði eða landsliði á sínum ferli.

„Ég mun setjast í helgan stein sem þjálfari Real Madrid. Ferlinum mínum mun ljúka hjá Real Madrid," sagði Ancelotti við La Repubblica.

„Ég verð hjá Real Madrid svo lengi sem félagið vill mig. Ég mun alltaf vera til taks fyrir þetta félag."
Athugasemdir
banner
banner
banner