Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Bonmatí best í Meistaradeildinni - Svona lítur lið ársins út
Aitana Bonmatí
Aitana Bonmatí
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aitana Bonmatí, besta fótboltakona heims, var valin besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á þessari leiktíð, en UEFA tilkynnti sigurvegarann á miðlum sínum í gær.

Spænska landsliðskonan var gríðarlega mikilvæg á miðsvæði Barcelona er það vann Meistaradeildina annað árið í röð um helgina.

Fyrir áramót vann hún Ballon d'Or verðlaunin fyrir frammistöðu hennar á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og nú er hún komin með annan titil í hús.

Bonmatí var valin best í Meistaradeildinni þetta árið. Melchie Dumornay, sóknarmaður Lyon, var besti ungi leikmaðurinn, en hún skoraði tvö og lagði upp þrjú er franska liðið fór alla leið í úrslit.

Barcelona er með fimm fulltrúa í liði ársins og Lyon með fjóra, en Chelsea og Paris Saint-Germain eiga einn.

Lið ársins: Christiane Endler (Lyon), Lucy Bronze (Barcelona), Irene Paredes (Barcelona), Jess Carter (Chelsea), Selma Bacha (Lyon), Aitana Bonmatí (Barcelona), Patri Guijarro (Barcelona), Lindsey Horan (Lyon), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Melchie Dumornay (Lyon), Tabitha Chawinga (PSG).


Athugasemdir
banner
banner
banner