Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrstur til að verða markakóngur í fjórum deildum
Cristiano Ronaldo fagnaði markametinu vel og innilega
Cristiano Ronaldo fagnaði markametinu vel og innilega
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, endaði tímabilið sem markakóngur deildarinnar og sló um leið markametið með því að gera tvö mörk í lokaumferðinni í gær.

Ronaldo skoraði 35 mörk í 31 deildarleik á tímabilinu og bætti þar með markamet Abderrazak Hamdallah, sem gerði 34 mörk með Al-Ittihad tímabilið 2018-2019.

Þetta gerði 39 ára gamall Ronaldo en ekki nóg með það þá varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að verða markakóngur í fjórum deildum.

Ronaldo varð í þrjú skipti markahæstur í La Liga, er hann var á mála hjá Real Madrid, einu sinni hjá Manchester United er hann gerði 31 mark tímabilið 2007-2008 og einu sinni hjá Juventus, tímabilið 2019-2020.

Á þessu tímabili skoraði Ronaldo samtals 50 mörk í öllum keppnum með Al-Nassr.



Athugasemdir
banner
banner