Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 14:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann: Verður sárt út ævina
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður sárt út ævina," skrifar landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson á Instagram í dag.

Ísak og félagar hans í Fortuna Düsseldorf misstu á grátlegan hátt af sæti í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Düsseldorf var komið með annan fótinn í efstu deild eftir að hafa unnið útileikinn 3-0. Leikmenn Bochum mættu dýrvitlausir á heimavöll Düsseldorf í gærkvöldi og unnu 3-0. Því var boðið upp á framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem Bochum hafði betur, 6-5.

Ísak kom inn af bekknum á 75. mínútu í gær og skoraði úr sinni vítaspyrnu.

„Ég hef eignast fjölskyldu til lífstíðar og hvað sem gerist í sumar, þá verðið þið alltaf í hjarta mínu. Besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tímann tekið var að koma til Düsseldorf. Við vorum einni spyrnu frá því að komast upp í Bundesliguna. Ég elska ykkur Fortuna," skrifar Ísak jafnframt.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá miðjumanninum í sumar en hann var á láni hjá Düsseldorf frá FC Kaupmannahöfn.


Athugasemdir
banner
banner