Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 28. júní 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Steve Bruce truflaði De Bruyne í viðtali
Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark leiksins í 0-2 sigri Manchester City gegn Newcastle United í 8-liða úrslitum enska bikarsins fyrr í kvöld.

„Við vorum betri aðilinn í leiknum og áttum sigurinn skilið. Við vorum frábærir varnarlega fyrir utan ein mistök í seinni hálfleik," sagði De Bruyne að leikslokum.

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Aston Villa, var á svæðinu. Hann blandaði sér í viðtalið og byrjaði að grínast fyrir framan myndavélarnar.

„Hann þarf að vera kyrr hérna (í Newcastle). Þetta er brakandi fersk frétt beint úr Newcastle. Hann er búinn að fá nóg af Manchester City og ætlar að skipta yfir til Newcastle!" sagði Bruce og uppskar hlátrasköll.


Athugasemdir
banner