Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Björgvin sagður efstur á lista Panathinaikos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon gæti verið á leið til gríska félagsins Panathinaikos ef marka má fjölmiðla þar í landi. Fran Velez er á förum frá gríska félaginu og er félagið í leit í arftaka hans. Velez er á leið til Al Fateh í Sádí-Arabíu.

Hörður Björgvin er einn af nokkrum sem eru á lista hjá Panathinaikos. Hörður er 29 ára gamall landsliðsmaður sem kæmi á frjálsri sölu þar sem hann er samningslaus eftir fjögur ár hjá CSKA í Moskvu.

Gríska félagið hefur verið í sambandi við umboðsmann Harðar og segir miðillinn Hellas Posts frá því að Hörður sé efstur á lista félagsins og vitnar í SPORT24.

Sagt er frá því að Panathinaikos sé tilbúið að bjóða Herði þriggja ára samning. Liðið endaði í 5. sæti grísku deildarinnar í vetur.

Fréttablaðið vakti athygli á þessu fyrst íslenskra miðla og bendir á að ef Hörður skrifar undir þá verði hann annar Íslendingurinn til að spila fyrir félagið því Helgi Sigurðsson gerði það fyrstur Íslendinga árið 1999.

Í apríl 2021 sleit Hörður hásin en sneri til baka í vetur og lék í fjórum leikjum með CSKA í rússnesku deildinni. Þá tók hann þátt í landsliðsverkefnunum í mars og nú í júní.

Fyrr í sumar var Hörður orðaður við annað grískt félag, AEK, sem er í Aþenu líkt og Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner