Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 11:19
Elvar Geir Magnússon
Jesus búinn í læknisskoðun hjá Arsenal
Brasilíski landsliðsmaðurinn Gabriel Jesus.
Brasilíski landsliðsmaðurinn Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hefur staðist læknisskoðun hjá Arsenal og verður formlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins von bráðar.

Hann er keyptur á 45 milljónir punda frá Manchester City og mun skrifa undir samning til sumarsins 2027.

Jesus hefur spilað 236 leiki og skorað 95 mörk fyrir City síðan hann kom frá Palmeiras í janúar 2017.

Hann vann fjóra enska meistaratitla með City, þrjá deildabikara og FA-bikarinn.

Það stefndi í takmarkaðan spiltíma hjá honum hjá City eftir að Erling Haaland var fenginn frá Borussia Dortmund.

Jesus vann með Mikel Arteta þegar Arteta var aðstoðarstjóri City. Arsenal hefur verið að vinna í að styrkja sóknarleik sinn eftir að Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang yfirgáfu félagið.

Arsenal hefur þegar tryggt sér miðjumanninn Fabio Vieira frá Porto og hefur verið orðað við Raphinha hjá Leeds.

Arsenal endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki í Meistaradeildina.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner