Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Watford hættir við æfingaleik gegn landsliði Katar
Mynd: Getty Images

Watford hefur hætt við að spila æfingaleik við landslið Katar sem átti að fara fram á undirbúningstímabilinu.


Undir lok síðustu viku tilkynnti Watford að liðið myndi spila æfingaleik við landslið Katar í sumar. Sú tilkynning féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum sem kvörtuðu hástöfum og þess vegna hætti félagið við.

Katar er mikið á milli tannana á fólki enda í sviðsljósinu útaf HM sem verður haldið þar í vetur. Fólk er helst á móti stefnunum sem landið hefur varðandi samkynhneigða og almenn mannréttindi enda hefur FIFA fengið gífurlega mikla gagnrýni fyrir að leyfa landinu að hýsa Heimsmeistaramótið.

Watford fer í æfingaferð til Austurríkis og átti leikurinn að fara fram þar. Ekki er ljóst hvort félagið ætli að finna nýjan andstæðing fyrir æfingaferðina.

Skipulagðir æfingaleikir Watford í London:
Laugardagur 2. júlí: Watford - Cambridge 

Þriðjudagur 12. júlí: Watford - Bolton 
Laugardagur 16. júlí: Watford - Wycombe 
Laugardagur 23. júlí: Watford - Southampton 


Athugasemdir
banner
banner
banner