Karl Viðar Magnússon (Vængir Júpíters)
Vængir Júpíters unnu 0-1 útisigur á Elliða nú á miðvikudag. Karl Viðar Magnússon, varnarmaður Vængja þóti eiga mjög góðan dag í Árbænum og er hann Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 3. deild karla. Fótbolti.net og hlaðvarpsþátturinn Ástriðan* sjá um að velja leikmann umferðarinnar. Hlusta má á umræðu um Vængina í spilaranum hér að neðan, umræðan hefst eftir 46 mínútur.
Tveir leikir fóru fram undir lok júlí og fjórir nú í miðri viku sem gilda fyrir leikmann umferðarinnar í þetta skiptið. Öftustu leikmenn Vængja Júpíters þóttu standa uppi í vali á leikmanni umferðarinnar og stóð valið að lokum á milli Sindra Þórs Sigþórssonar markvarðar og Karls Viðars.
Tveir leikir fóru fram undir lok júlí og fjórir nú í miðri viku sem gilda fyrir leikmann umferðarinnar í þetta skiptið. Öftustu leikmenn Vængja Júpíters þóttu standa uppi í vali á leikmanni umferðarinnar og stóð valið að lokum á milli Sindra Þórs Sigþórssonar markvarðar og Karls Viðars.
Karl Viðar er fæddur árið 1999 og var hann spurður nokkra spurninga í kjölfar valsins. Hvernig var leikurinn gegn Elliða?
„Við byjuðum á að skora strax í upphafi og náum að spila fínt en svo komast þeir inn í leikinn og sækja svolítið á okkur en við vörðumst vel og héldum skipulagi. Þeir svo sækja meira á okkur í seinni hálfleik og eru mest allan tíman með boltann. Við héldum haus allan leikinn, vörðumst fáranlega vel og geggjuð liðsheild skilaði clean sheet og þrem stigum," sagði Karl. Fréttaritari hafði heyrt að Karl átti frábæran dag inn í eigin vítateig og skallað ófáa bolta í burtu.
„Þeir áttu í erfiðleikum með mig í loftinu og þurftu að brjóta á mér til þess að vinna skallabollta á móti mér."
Stefnir á deildirnar fyrir ofan
Karl Viðar lék með KÁ í 4. deild í fyrra. Hvernig er þetta tímabil frábrugðið tímabilinu í fyrra?
„Eini munurinn sem ég finn á þessu timabili er að deildin er sterkari. Mun meiri gæðamunur á deildunum. Gæðin eru meiri en æfingafjöldin svipaður."
Horfir Karl á deildirnar fyrir ofan?
„Ég er mjög sáttur hjá vængjunum en horfi og stefni samt alltaf í deildirnar fyrir ofan."
Á meira inni
Vængir eru með fimmtán stig eftir ellefu umferðir. Markatalan er 0 og gengi liðsins eru fjórir sigrar, þrjú jafntefli og fjögur töp. Er Karl Viðar sáttur við gengi liðsins?
„Er svo sem sáttur með stöðuna okkar eins og er enda erum við með glænýtt lið frá því í fyrra og allir bara að kynnast og liðsheildin að koma og við erum að ná að spila mun betur saman núna en í upphafi leiktíðar."
Karl lék ekkert í u.þ.b. mánuð í sumar. Varð hann fyrir einhverjum meiðslum?
„Ég tognaði aftan í læri í fyrsta leik í mótinu og var frá í í tæpar 5 vikur og leikformið er allt að koma aftur eftir meiðslin. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna mína og á meira inni," sagði Karl að lokum.
Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Bestur í 7. umferð - Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Bestur í 8. umferð - Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Bestur í 9. umferð - Magnús Sverrir Þorsteinsson (Reynir S.)
Bestur í 10. umferð - Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik)
Næstu leikir í 3. deild (heil umferð á sunnudag 30. ágúst):
13:00 Reynir S.-Einherji (BLUE-völlurinn)
14:00 Vængir Júpiters-KV (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Höttur/Huginn-Augnablik (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Elliði-Sindri (Fylkisvöllur)
16:00 KFG-Tindastóll (Hofsstaðavöllur)
16:00 Álftanes-Ægir (Bessastaðavöllur)
*Umsjónarmenn Ástríðunnar eru þeir Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir