Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 28. ágúst 2022 11:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Maður vonast til að þeir taki skrefið á næstu árum í atvinnumennsku"
Lengjudeildin
Bjarni Guðjón Brynjólfsson
Bjarni Guðjón Brynjólfsson
Mynd: Páll Jóhannesson
Aron Ingi Magnússon
Aron Ingi Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Aron Ingi Magnússon gekk til liðs við Venezia á Ítalíu á láni frá Þór í síðasta mánuði.


Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var spurður út í þann díl eftir markalaust jafntefli gegn Aftureldingu í gær.

„Það var búið að vera fylgjast með nokkrum leikmönnum hjá okkur sem eru fæddir árið 2004 sem hafa fengið stórt hlutverk og Venezia sá nokkra kosti í hans leik sem þeir voru að sækjast eftir," sagði Láki.

„Þetta gerðist mjög hratt og við ákváðum að samþykkja þetta, leyfa honum að fara fyrir gluggalok og vonandi hjálpar það honum að verða betri leikmaður."

Hann veit að það er mikill áhugi á Bjarna Guðjóni Brynjólfssyni og Kristófer Kristjánssyni einnig en þeir eru fæddir árið 2004 og hafa verið í stóru hlutverki í sumar.

„Maður veit að það er verið að fylgjast með þessum leikmönnum, Bjarna Guðjóni og Kristófer, enda feykilega efnilegir leikmenn. Bjarni er búinn að stíga þetta skref í að verða góður leikmaður, hann er ekkert efnilegur lengur að mínu mati," sagði Láki.

„Við erum stoltir að við séum að þróa mjög góða leikmenn. Það er styrkur Þórs sem félags að ungir leikmenn fá tækifæri í byrjunarliðinu og þeir hafa náð að taka góð skref í sumar."

Láki ráðleggur þeim þó að vera áfram í Þór næsta sumar.

„Það sem er best fyrir þessa leikmenn myndi ég telja að spila eitt ár í viðbót með Þór. Bjarni er búinn að vera í stórri rullu og byrja alla leiki í sumar. Kristófer svona 80-90% leikjunum þannig þeir eru á góðum stað. Maður vonast til að þeir taki skrefið á næstu 1-2 árum í atvinnumennsku," sagði Láki að lokum.


Láki: Hvorugt liðið vildi tapa leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner