Bukayo Saka hermdi eftir James Maddison þegar hann skoraði fyrir Arsenal gegn Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum um síðustu helgi. Saka fagnaði með því að kasta pílu sem er það sem James Maddison, miðjumaður Tottenham, gerir þegar hann fagnar mörkum.
Callum Wilson, framherji Newcastle, segist vera tilbúinn í að herma eftir Saka þegar Newcastle mætir Tottenham.
Callum Wilson, framherji Newcastle, segist vera tilbúinn í að herma eftir Saka þegar Newcastle mætir Tottenham.
„Til að kynda aðeins í þessu þá gæti ég fagnað svona, ég þekki hann og ég gæti haldið þessu þema gangandi, þ.e.a.s. að ef þú skorar gegn Tottenham þá verðuru að fagna eins og Madders," sagði Wilson. „Það myndi pottþétt pirra hann, sérstaklega af því hann valdi Tottenham fram yfir Newcastle," sagði enski framherjinn í Footballer's Football Podcast.
Wilson, Maddison og Saka eru allir enskir landsliðsmenn.
„Stoðsendingarnar sem hann hefði getað komið með hér! Þær hefðu kannski ekki verið á mig því ég hef verið á bekknum í smá tíma, en fyrir Alex (Aleksander Isak)!"
Newcastle mætir ekki Tottenham fyrr en í desember. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á heimavelli á laugardag.
Athugasemdir