Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 08:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Hólmbert: Brescia vildi lækka verðmiðann og taldi Álasund fela hluti
Léttur á lansdsliðsæfingu.
Léttur á lansdsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron krýpur á kné.
Hólmbert Aron krýpur á kné.
Mynd: Getty Images
Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í raðir Brescia sem leikur í ítölsku B-deildinni á lokadegi félagaskiptagluggans frá norska liðinu Álasund.

Hólmbert var til viðtals á 433.is fyrr í þessari viku og fór yfir fyrstu vikurnar á Ítalíu, félagaskiptin og tímann í Noregi. Hann segir þá einnig frá dramatískum félagsskiptadegi og meiðslunum sem eru hrjá hann í dag.

Skrifaði undir tvo mismunandi samninga
Brescia vildi tryggja sér krafta Hólmberts og fékk hann til að skrifa undir tvo samninga. Annar yrði í gildi ef Álasund vildi ekki láta framherjann fara fyrir gluggalok og hinn ef hann yrði keyptur í glugganum.

„Ég skrifaði undir fyrir landsleikinn á móti Englandi í september, þá voru það í raun tveir samningar. Annar þeirra var þá að ég kæmi frítt í janúar og svo hinn ef þeir næðu að kaupa mig frá Noregi. Þetta var krafa frá þeim, að ég myndi skrifa undir fyrir leikinn við England."

Hólmbert kveðst hafa þurft að ýta eftir því að komast frá Álasunds til Brescia. Samningurinn hjá Álasund var að renna út undir lok leiktíðar.

„Þetta var ekki auðvelt að komast til Ítalíu, það þurfti að hringja og vera erfiður. Þeir [menn hjá Álasund] áttuðu sig loks á því að þeir voru ekki í neinni stöðu til að halda mér lengur.“

Bresca vildi lækka verðmiðann vegna meiðsla
Á lokadegi félagaskiptagluggans var sagt frá því að félagaskipti Hólmberts væru í hættu. Brescia vildi endursemja við Álasund um kaupverðið þar sem læknisskoðun hafi leitt í ljós að meiðsli Hólmberts væru verri en talið var í fyrsta.

„Ég fékk úr fyrstu skoðun að ég væri með beinmar og sködduð liðbönd, Brescia vissi af því og ætlaði að taka við mér meiddum. Í læknisskoðun hérna kemur svo í ljós að ég er líka með sprungu í ristinni og það verður vesen út af því."

„Þetta klárast bara fimm mínútum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist. Brescia vildi lækka verðmiðann og taldi að Álasund væri að fela hluti. Ég fór upp á hótel og beið eftir því að þetta myndi klárast. Að samningar myndu nást. Það náðist loksins en þetta var dramatískt,"
sagði Hólmbert við Hörð Snævar Jónsson á 433.is.

Hólmbert segir þá í viðtalinu að það séu 3-4 vikur sem hann eigi eftir í endurhæfingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner