Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 06:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær svarar gagnrýninni: Donny verður okkur mjög mikilvægur
Mynd: Getty Images
Skoraði gegn Crystal Palace.
Skoraði gegn Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Bæði Gary Neville og Patrice Evra spurðu sig að því hvers vegna Manchester United hefði keypt Donny van de Beek þegar þeir voru að störfum í kringum leik Manchester United og Chelsea á laugardag. Jamie Carragher gagnrýndi svo kaupin í Monday Night Football í fyrradag.

Van de Beek hefur ekki byrjað leik nema í deildabikarnum og var ónotaður varamaður gegn Chelsea. Hann var keyptur á 40 milljónir punda frá Ajax í sumar.

Sjá einnig:
„Hvað er ég að gera hérna?" - Solskjær segir mönnum að hafa ekki áhyggjur
Van Basten: Hann hefði ekki átt að fara til Man Utd

„Í hreinskilni sagt þá botna ég ekki í þessum kaupum. Ég skil ekki hvar hann á að spila eða hvar hann mun passa inn. Hans besta staða er í 'tíunni' og Bruno Fernandes spilar þar. Pogba getur spilað þar og í augnablikinu hentar liðinu best að hafa Fred og Scott McTominay á miðjunni," sagði Carragher.

Solskjær sagði í viðtali eftir leik að menn ættu ekki að hafa áhyggjur og Donny myndi fá sína leiki. Í gær, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn RB Leipzig í kvöld, tjáði hann sig betur um gagnrýnina.

„Það segir margt um hópinn okkar og gæðin að við þurfum ekki að nota hann í hverjum leik. Það segir allt um metnað okkar," sagði Solskjær.

„Það er fínt fyrir suma leikmenn og lýsingarmenn að leyfa sér að láta gamminn geysa aðeins. Ég veit að þú hefur ekki endalausan tíma í sjónvarpi og þú verður að koma þinni skoðum skjótt frá þér. Þú verður samt að vita að þó þú spilir ekki fyrstu þrjá leikina þá þýðir það ekki að þú sért ekki mikilvægur hlekkur," sagði Solskjær og skaut á gagnrýnendur.

„Ég væri vonsvikinn ef einhverjir liðsfélagar mínir segðu að ég væri ekki mikilvægur hjá Manchester United. Donny mun vera mjög, mjög mikilvægur fyrir okkur. Ekki hafa neinar áhyggjur af því," bætti Solskjær við.
Athugasemdir
banner
banner
banner