Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 15:42
Magnús Már Einarsson
Þórarinn Ingi framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár. Hinn þrítugi Þórarinn Ingi var áður með samning sem átti að renna út eftir núverandi tímabil.

Þórarinn Ingi er örvfættur og getur spilað á kanti og í bakverði en hann hefur ekkert verið með á þessu tímabili eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrra.

„Eins og við þekkjum flest, þá hefur Tóti þurft að glíma við erfið meiðsli sl. ár sem hafa haldið honum frá vellinum. Knattspyrnudeild bindur miklar vonir við Tóta næstu tvö árin og ætlum við að taka vel á móti honum þegar hann stígur út á völl á ný. Tóti mætir tvíefldur til leiks!" segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

Þórarinn Ingi er uppalinn hjá ÍBV en hann hefur einnig leikið með FH og Sarpsborg í Noregi á ferli sínum.

Þórarinn Ingi hefur skorað 21 mark í 169 leikjum í efstu deild á ferlinum en hann á einnig fjóra A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner