Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Upamecano gæti farið á undir 40 milljónir næsta sumar - Man Utd skoðar
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Dayot Upamecano framlengdi samning sinn við RB Leipzig undir lok júlímánaðar í sumar. Frakkinn er samningsbundinn út tímabilið 2022/23.

Upamecano er aðeins 21 árs gamall og hefur verið eftirsóttur af stórliðum víða um Evrópu undanfarna mánuði. Arsenal var orðað hvað mest við hann í sumar og þá var einhver áhugi frá Manchester United.

Fyrst eftir að skrifað var undir samninginn var greint frá því að í honum væri klásúla sem segði til um að Upamecano mætti fara til annars félags næsta sumar ef tilboð bærist upp á 50 milljónir evra.

Í gær sagði Paul Hirst, blaðamaður Times frá því að riftunarákvæðið væri lægri. Upphæðin væri um 42 milljónir evra eða 38 milljónir punda. Samkvæmt Hirst er Manchester United vera það lið sem talið er líklegast til að bjóða í miðvörðinn næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner