banner
   fös 28. október 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Gazzettan segir Juve vilja Conte fyrir næsta tímabil
Mynd: Getty Images
Forsíðufrétt Gazzetta dello Sport segir að Juventus vilji ráða Antonio Conte fyrir næsta tímabil. Conte er stjóri Tottenham en hann stýrði Juve í þrjú tímabil 2010-2011 og vann ítalska meistaratitilinn öll árin.

Juventus er í bölvuðu basli undir stjórn Massimiliano Allegri sem tók við liðinu í annað sinn.

Liðið er í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar og hætta á að liðið komist ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir að hafa aðeins náð í þrjú stig úr fystu fimm Meistaradeildarleikjum sínum.

Allegri skrifaði undir fjögurra ára samning 2021 og mikið hefur verið fjallað um það fjárhagslega högg sem það yrði fyrir Juventus að reka hann.

Gazzettan segir að stjórn Juventus sé hinsvegar að missa þolinmæðina gagnvart Allegri.

Samningur Conte við Tottenham rennur út næsta sumar en hann gerði aðeins 18 mánaða samning þegar hann tók við liðinu í nóvember 2021. Sagt er að hann sé tregur til að ræða nýjan samning við Tottenham því hann hafi áhuga á að snúa aftur til Ítalíu.

Á leikmannaferli sínum vann Conte Meistaradeildina og fimm ítalska meistaratitla áður en hann vann sex titla með félaginu sem stjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner