Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. október 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Virðingin heldur Xavi í starfi
Barcelona féll úr leik í Meistaradeildinni.
Barcelona féll úr leik í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Það er stór skellur fyrir Barcelona að hafa ekki komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni. Börsungar eyddu háum fjárhæðum í sumar og mikið áfall að vera dottið úr stærstu keppni Evrópu, bæði af fótboltalegum og fjárhagslegum ástæðum.

„Hjá Barcelona er ekki spurt um tíma. Fólk vill vinna strax, liðið þarf að vinna eftir fjárfestingar sumarsins. Úrslitin telja," segir Thierry Henry, fyrrum leikmaður Barcelona.

Xavi, stjóri Börsunga, er goðsögn hjá Barcelona og Henry telur að það hjálpi honum að halda starfinu.

„Ef það væri einhver annar þjálfari hjá félaginu núna að reyna að höndla það sem er í gangi þá væri eldgos hafið. En vegna þess að þetta er Xavi þá eru menn rólegir. Hann heldur starfinu vegna virðingarinnar sem hann nýtur."

„Robert Lewandowski hefði átt að skora gegn Bayern München og það er ekki Xavi að kenna að Lewandowski klúðraði þremur tækifærum. Það er ekki honum að kenna að þeir fengu ekki víti en þegar þú ert stjóri Barcelona þá ertu dæmdur. Barca veðjaði á að komast áfram í Meistaradeildinni og þurfti á þessum peningum að halda vegna þess sem þeir gerðu í sumar."

Það er ekki sama pressa á Xavi og var á Ronald Koeman sem var látinn taka pokann sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner