PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Frank: Ég finn til með Erik
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford, er einn af þeim sem er orðaður við Manchester United eftir að Erik ten Hag var rekinn.

Frank var spurður út í tíðindin af Ten Hag er hann ræddi við fréttamenn núna áðan.

„Ég finn til með Erik. Hann er frábær þjálfari og hefur átt frábæran feril," sagði Frank fyrst.

„Hann stóð sig vel með Man Utd, vann tvo titla á tveimur árum. Hjá þessum stórum félögum eru risa væntingar en það verður líka að vera ákveðin raunveruleikaskoðun. Það eru þrjú félög (Arsenal, Liverpool og Man City) sem eru á betri stað."

Hann var svo spurður að því hvort hann sæi sig taka við starfinu. „Ég ber stóra ábyrgð hjá Brentford. Þetta er eitt besta félag í heimi og ég er mjög ánægður hérna. Hvað gerist í framtíðinni? Ég veit það ekki," sagði danski þjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner