Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   mán 24. nóvember 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Skrifaði undir samning sem gildir út 2028.
Skrifaði undir samning sem gildir út 2028.
Mynd: KA
Skoraði tíu mörk með Völsungi í sumar.
Skoraði tíu mörk með Völsungi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Ragnar, faðir Jakobs, í leik með Völsungi.
Róbert Ragnar, faðir Jakobs, í leik með Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Jakob Héðinn Róbertsson samdi fyrr í vetur við KA en hann kemur frá uppeldisfélaginu Völsungi. Hann er tvítugur sóknarmaður sem var markahæsti leikmaður Völsungs í Lengjudeildinni í sumar. Fótbolti.net ræddi við Jakob um skiptin.

„Það var heyrt í mér í glugganum í sumar, ég frétti að það sé áhugi frá nokkrum liðum, en þegar ég heyrði frá KA þá fór allur áhugi minn þangað og ég vildi græja það sem fyrst. Mig langaði að klára tímabilið á Húsavík og það varð raunin að ég fór svo eftir tímabilið," segir Jakob Héðinn.

„Staðsetningin heillar, ég er ennþá frekar nálægt mínu heima. Það eru líka miklar tengingar við Húsvíkinga. Ég er að feta í fótspor pabba, hann lék með KA á sínum tíma. Þegar ég frétti af áhuga þaðan var ég ákveðinn að fara þangað."

Róbert Ragnar Skarphéðinsson er faðir Jakobs og hann lék með Völsungi, Breiðabliki og KA á sínum ferli. Hann var nokkuð lágvaxinn miðjumaður en sonur hans er sóknarmaður.

Markmið Jakobs er að vinna sér sæti í KA liðinu. „Ég get ekki verið að setja neinar kröfur eða neitt, ég er búinn að mæta á nokkrar æfingar og það er klárlega tempó-munur. Ég þarf bara að venjast því sem fyrst og planið er að komast í liðið sem fyrst. Mig langar að spila með þessum mögnuðu leikmönnum ,það er markmið eitt, tvö og þrjú."

„Ég hef mest spilað úti vinstra megin, en ég er klár í að spila hvar sem er af þessum fremstu stöðum. Kanturinn, eða framherji, mér finnst bæði fínt. Ég var heppinn að við í Völsungi spiluðum mikið í kringum mig á kantinum, ég var mikið að vinna í kringum Ella (Elfar Árna). Þegar hann var meiddur var ég settur fram og mér fannst það fínt, mjög gaman að spila það hlutverk. Ég var mest á kantinum til þess að reyna nýta hraðann."


Jakob skoraði tíu mörk í sumar. Komstu jafnvel sjálfum þér á óvart?

„Ég myndi segja það, ég var ekki að búast við því, en sem betur fer hafði Alli (Aðalsteinn Jóhann þjálfari) mikla trú á mér og vildi mikið spila í kringum mig."

Hann segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Völsung. „Ég sá eiginlega fyrir mér að spila með Völsungi þangað til ég myndi hætta. En þegar tilboðið kom gat ég ekki sagt nei."

„Það verður pínu erfitt að spila ekki leikina með Völsungi, en ég er bara mjög spenntur að sjá næsta tímabil."


Jakob byrjaði ungur að spila með meistaraflokki Völsungs. Jóhann Kristinn Gunnarsson var þá þjálfari liðsins og gaf honum mínútur. Hlutverkið varð svo stærra þegar menn duttu út vegna meiðsla. Hann þakkar Jóa og Alla fyrir traustið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum best.
Athugasemdir
banner