Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mán 24. nóvember 2025 18:33
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Mynd: Stefán Marteinn
Alex Freyr Elísson skipti yfir til Njarðvíkur í dag eftir að hafa leikið fyrir Fram í tvö tímabil. Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Njarðvík eftir að Davíð Smári Lamude tók við þjálfun liðsins.

Hann er hægri bakvörður og skoraði 6 mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni sumarið 2022 en fékk lítinn spiltíma í ár og ákvað því að skipta um félag.

„Það tók bara eitt símtal frá Davíð Smára til að sannfæra mig, hann er góður sölumaður hann má eiga það. Ég er kannski með eitthvað egó en þetta er ekki það mikið högg á egóið," segir Alex um félagaskiptin, þar sem hann er að skipta úr Bestu deildinni niður í Lengjudeildina.

„Ég vil spila fótbolta og koma okkur beint upp. Ég ætlaði ekki að skrifa undir hjá neinu liði á næstunni en síðan kom þetta upp og ég hoppaði bara á þetta. Þetta verður erfitt og spennandi verkefni en ég hef fulla trú á þessu, annars hefði ég ekki komið hingað."

Alex er 28 ára gamall og er uppalinn hjá Fram. Hann hefur leikið fyrir félagið allan ferilinn nema sumarið 2023, þegar hann lék nokkra leiki fyrir KA og Breiðablik.

   24.11.2025 17:10
Alex Freyr í Njarðvík (Staðfest)

Athugasemdir
banner