Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 28. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skemmdarvargar skrifuðu „Júdas" á hús Zlatan
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í gær að Zlatan Ibrahimovic hefði keypt tæplega fjórðungshlut í sænska félaginu Hammarby. Það hefur ollið mikilli reiði á meðal stuðningsmanna Malmö.

Zlatan er goðsögn hjá Malmö þar sem hann tók sín fyrstu skref á knattspyrnuferlinum. Þar er meðal annars stytta af honum sem fékk engan frið í gær. Það voru unnin skemmdarverk á henni og undir lok dagsins í gær var kveikt í henni.

Í gærkvöldi var einnig unnið skemmdarverk á húsi sem sænski sóknarmaðurinn á í Stokkhólmi.

Á hurð byggingarinnar var skrifað: Júdas. Einnig var skilið eftir pappaspjald fyrir utan hurðina og á því stóð: RIP og má túlka það sem, „Hvíl í friði."

Zlatan, sem er 38 ára gamall, er í leit að nýju félagi eftir að hafa síðasta leikið með LA Galaxy í MLS-deildinni.

Sjá einnig:
Framkvæmdastjóri Malmö ver Zlatan - „Samband okkar er náið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner