Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 28. nóvember 2020 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Sjötti deildarsigur Atletico í röð - Boye í aðalhlutverki
Atletico fagnar sigurmarkinu í dag
Atletico fagnar sigurmarkinu í dag
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid jafnaði Real Sociedad að stigum með útisigri á Valencia í dag. Sociedad mætir Villarreal á morgun. Sigurinn í dag sá sjötti í röð hjá Atletico í deildinni.

Þrátt fyrir vandræði í Meistaradeildinni þá er Atletico á frábæru skriði í deildinni en liðið þurfti aðstoð frá heimamönnum í dag. Lato Toni varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 79. mínútu sem varð markið sem skildi liðin að. Atletico var með mikla yfirburði í leiknum, hélt boltanum mun betur og átti fjórtán marktilraunir gegn fimm.

Atletico lék án Luis Suarez og Diego Costa í dag og þá byrjaði Joao Felix á bekknum. Það var því Angel Correa sem sá um að leiða framlínuna.

Í fyrsta leik dagsins gerðu Elche og Cadiz 1-1 jafntefli þar sem Cadiz jafnaði í seinni hálfleik eftir að markaskorarinn Lucas Boye fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks hjá Elche.

Valencia 0 - 1 Atletico Madrid
1-0 Lato Toni ('79 , sjálfsmark)

Elche 1 - 1 Cadiz
1-0 Lucas Boye ('38 )
1-1 Alvaro Gimenez ('55 )
Rautt spjald: Lucas Boye, Elche ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner