Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 28. nóvember 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski ekki einu sinni efstur sóknarmanna
Lewandowski hefur átt magnað ár.
Lewandowski hefur átt magnað ár.
Mynd: EPA
Robert Lewandowski mun ekki standa uppi sem sigurvegari í baráttunni um Ballon d'Or verðlaunin - sem eru besta leikmanni heims ár hvert - í ár. Verðlaunin verða afhent í vikunni.

Spænski fjölmiðlamaðurinn Josep Pedrerol er búinn að fá fréttir um niðurstöðu kosningarinnar.

Hann segir að Lionel Messi muni fá verðlaunin og að Lewandowski muni enda í þriðja sæti.

Lewandowski er einn besti sóknarmaður í heimi, ef ekki sá besti. Hann hefði eflaust unnið Ballon d'Or gullknöttinn í fyrra ef verðlaunum hefði ekki verið aflýst vegna kórónveirufaraldursins. Það var furðulegt að aflýsa verðlaunum þar sem fótboltinn hélt áfram á endanum.

Pólski sóknarmaðurinn hefur átt stórkostlegt ár núna og skorað í hverjum leiknum á fætur öðrum. Hann verður hins vegar ekki verðlaunaður fyrir það með Ballon d'Or ef marka má Pedrerol.

Hann segir að Messi vinni verðlaunin og að Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid endi í öðru sæti. Lewandowski komi svo í þriðja sæti. Benzema hefur átt gott ár, en tölur hans eru ekki jafngóðar og hjá Lewandowski.
Athugasemdir
banner