Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   mán 28. nóvember 2022 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hann virkar líka hressari eftir að hann losnaði frá United"
Mynd: Getty Images

Sérfræðingarnir á Rúv, Margrét Lára Viðarsdóttir, Bjarni Guðjónsson og Hörður Magnússon voru ánægð með frammistöðu Cristiano Ronaldo í sigri Portúgal gegn Úrúgvæ í kvöld.


„Mér fannst hann mjög góður, hann var mikið að nota samherja sína, þeir notuðu hann svolítið sem batta, voru að negla á hann boltum sem hann var að taka niður og hann var að spila stutt, nota þessa frábæru fótboltamenn sem hann hafði í kringum sig," sagði Margrét.

„Það eru ennþá töfrar í þessum takkaskóm og það var gaman fyrir hann líka að hann skoraði næstum því, hann er líka að ógna fyrir framan mark andstæðingana og var alltaf líklegur."

Herði og Bjarna fannst hann mun hressari en áður.

„Hann virkar líka hressari og léttari á sér eftir að hann losnaði frá United," sagði Hörður.

„Hann var heldur ekkert að fórna höndum yfir einu né neinu. Snemma í fyrri hálfleik gefur hann á Bruno og hleypur á hægri kanntinn Bruno ákveður að gefa ekki á hann. Ég myndi veðja á það ef þetta hefði gerst á Old Trafford myndi hann fórna höndum en það var ekkert svoleiðis," sagði Bjarni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner