
Casemiro var hetja Brasilíu gegn Sviss en hann skoraði eina mark leiksins.
Casemiro hefur komið sterkur inn í lið Manchester United en landi hans, Neymar, telur hann einn besta leikmann heims.
„Casemiro hefur lengi verið besti leikmaður heims," skrifaði Neymar á Twitter en hann tók ekki þátt í leiknum í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik mótsins.
Brasilía er komið áfram í 16 liða úrslitin eftir úrslit dagsins.
Athugasemdir