Frakkinn Christopher Nkunku, leikmaður RB Leipzig í Þýskalandi, er að nálgast Chelsea. Frá þessu greinir ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano á Twitter reikningi sínum í dag.
Romano segir að samkomulag sé í höfn á milli félaganna og Chelsea greiði meira en 60 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.
Romano segir að samkomulag sé í höfn á milli félaganna og Chelsea greiði meira en 60 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.
Romano segir að Nkunku sé búinn í læknisskoðun og búið sé að ná samkomulagi um langtímasamning og mun sá samningur hefjast næsta sumar.
Nkunku er 25 ára og hefur spilað með RB Leipzig síðustu þrjú ár eftir að hafa verið hjá PSG.
Hann á að baki átta A-landsleiki og var í hópnum fyrir HM í Katar. Þar er hann hins vegar ekki þar sem hann meiddist í aðdraganda mótsins.
Chelsea are closing in on Christopher Nkunku deal. Medical already done as reported in September, agreement in place with Leipzig for more than €60m clause/easier payment terms. 🚨🔵 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 28, 2022
Long term deal agreed starting from June 2023.
Time to sign contracts then… here we go. pic.twitter.com/ByZKO5vlb9
Athugasemdir