Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Aron Örn framlengir við Keflavík
Mynd: Keflavík
Varnarmaðurinn Aron Örn Hákonarson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Keflavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

Aron, sem er tvítugur, spilaði fyrstu deildarleiki sína með Keflvíkingum á síðasta ári er hann kom inn á gegn Fylki og ÍBV í neðri hluta Bestu deildar.

Í sumar spilaði hann tvo leiki er Keflavík hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar, en liðið rétt missti af sæti í Bestu deildina eftir tap gegn Aftureldingu í úrslitum umspilsins.

Hann kom inn á gegn ÍBV um mitt sumar og síðan aftur gegn Fjölni í september.

Varnarmaðurinn efnilegi hefur nú skrifað undir nýjan samning sem gildir út 2026.
Athugasemdir
banner
banner