Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kelleher og Mac Allister í liði vikunnar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur farið gríðarlega vel af stað undir stjórn Arne Slot og trónir bæði á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á toppi Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool tók á móti ríkjandi og margföldum Evrópumeisturum Real Madrid í gærkvöldi og skóp góðan 2-0 sigur þar sem Kylian Mbappé og Mohamed Salah klúðruðu sitthvorri vítaspyrnunni í seinni hálfleiknum.

Caoimhin Kelleher átti mjög góðan leik á milli stanga heimamanna og er í liði vikunnar hjá UEFA ásamt miðjumanninum Alexis Mac Allister, sem skoraði fyrra markið í sigrinum.

Jurriën Timber, hollenskur varnarmaður Arsenal, er einnig í liði vikunnar eftir glæsilegan stórsigur á útivelli gegn Sporting og kemur á óvart að enginn samherji hans sé í liði vikunnar að sinni.

Liverpool á flesta fulltrúa í liði vikunnar, en Rauða stjarnan, FC Bayern, Barcelona, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Atalanta, Borussia Dortmund og PSV Eindhoven eiga einnig fulltrúa í liðinu, auk Arsenal.

Florian Wirtz var valinn sem besti leikmaður umferðarinnar eftir að hafa skorað tvennu og lagt eitt upp í 5-0 sigri á RB Salzburg.

Lið vikunnar:
Caoimhin Kelleher (Liverpool)
Jurrien Timber (Arsenal)
Pau Cubarsi (Barcelona)
Kim Min-jae (Bayern)
Ramy Bensebaini (Dortmund)
Rade Krunic (Crvena zvezda)
Alexis Mac Allister (Liverpool)
Malik Tillman (PSV)
Florian Wirtz (Bayer Leverkusen)
Mateo Retegui (Atalanta)
Julian Alvarez (Atlético Madrid)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner