Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kelleher og Mac Allister í liði vikunnar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur farið gríðarlega vel af stað undir stjórn Arne Slot og trónir bæði á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á toppi Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool tók á móti ríkjandi og margföldum Evrópumeisturum Real Madrid í gærkvöldi og skóp góðan 2-0 sigur þar sem Kylian Mbappé og Mohamed Salah klúðruðu sitthvorri vítaspyrnunni í seinni hálfleiknum.

Caoimhin Kelleher átti mjög góðan leik á milli stanga heimamanna og er í liði vikunnar hjá UEFA ásamt miðjumanninum Alexis Mac Allister, sem skoraði fyrra markið í sigrinum.

Jurriën Timber, hollenskur varnarmaður Arsenal, er einnig í liði vikunnar eftir glæsilegan stórsigur á útivelli gegn Sporting og kemur á óvart að enginn samherji hans sé í liði vikunnar að sinni.

Liverpool á flesta fulltrúa í liði vikunnar, en Rauða stjarnan, FC Bayern, Barcelona, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Atalanta, Borussia Dortmund og PSV Eindhoven eiga einnig fulltrúa í liðinu, auk Arsenal.

Florian Wirtz var valinn sem besti leikmaður umferðarinnar eftir að hafa skorað tvennu og lagt eitt upp í 5-0 sigri á RB Salzburg.

Lið vikunnar:
Caoimhin Kelleher (Liverpool)
Jurrien Timber (Arsenal)
Pau Cubarsi (Barcelona)
Kim Min-jae (Bayern)
Ramy Bensebaini (Dortmund)
Rade Krunic (Crvena zvezda)
Alexis Mac Allister (Liverpool)
Malik Tillman (PSV)
Florian Wirtz (Bayer Leverkusen)
Mateo Retegui (Atalanta)
Julian Alvarez (Atlético Madrid)
Athugasemdir
banner
banner