Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. janúar 2020 14:00
Miðjan
Mikael: Eins og David Beckham á djamminu í Reykjavík
Mikael Nikulásson eða Mæk.
Mikael Nikulásson eða Mæk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason stýrir Dr. Football skútunni.
Hjörvar Hafliðason stýrir Dr. Football skútunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í þessari viku. Hafliði Breiðfjörð ræddi við Mikael, eða Mæk eins og hann er stundum kallaður, um hlaðvarpsþáttinn Dr. Football þar sem Mæk er sérfræðingur.

Dr. Football er hlaðvarpsþáttur sem hóf göngu sína í kringum HM 2018. Hjörvar Hafliðason, fótboltasérfræðingur, hefur stjórnað þættinum frá byrjun. Að mestu hafa Mæk og Kristján Óli Sigurðsson, oft kallaður Höfðinginn, verið með Hjörvari í þættinum.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda hjá fótboltaunnendum á Íslandi.

„Þetta er fáránlega vinsælt þó ég segi sjálfur frá," sagði Mikael í Miðjunni. „Maður er orðinn eins og David Beckham á djamminu í Reykjavík stundum. Það er reyndar hjá karlpeningnum, frekar en kvennpeningnum. Við þyrftum kannski að fara að bæta kvennaboltanum meira þarna inn."

„Við Hjörvar erum góðir vinir. Hann byrjaði sjálfur með þennan þátt þarsíðasta sumar þegar HM var í gangi. Þá var ég úti að styðja landsliðið ásamt þér og fleirum."

„Ég kem svo heim og hann biður mig um að koma í einn þátt. Það var einn og hálfur mánuður og ég kom kannski þrisvar. Fyrst var hann að taka hina og þessa, og ég var að mæta þarna og bulla um HM. Síðan, örugglega í lok ágúst, þá dettum við inn á einn eða tvo þætti saman ég og Kristján Óli. Hann og Hjöbbi eru búnir að vera vinir lengi."

Mæk og Höfðinginn hafa síðan verið aðalsérfræðingar Hjörvars í þættinum. „Það vita allir hvernig Kristján Óli getur rifið kjaft. Hann veit mikið um fótbolta og segir oft sínar skoðanir."

„Ég held að eftir tvo þætti þá var ekki aftur snúið í þessu. Þetta smellpassaði. Þetta var bara eins og Maradona og Caniggia með Argentínu 1990," sagði Mæk léttur. „Á mjög stuttum tíma var þetta orðið fáránlega vinsælt."

Efast um að Njarðvík hefði hringt í mig
Hann telur að hlaðvarpsþátturinn hafi jafnvel hjálpað sér að fá starfið í Njarðvík, sem hann fékk eftir síðasta sumar.

„Það er best að tala hreint út um hlutina. Ég efast um að Njarðvík hefði einhvern tímann hringt í mig, einhvern sem hefði ekki verið búinn að þjálfa í tíu ár, ef ég hefði ekki verið í þessum þætti," segir Mikael.

„Á móti kemur þá hefði ég getað, ef ég hefði haft rosalegan áhuga, haft samband við Njarðvík. Þú selur þig þá, ég hefði alveg getað gert það. Ég hefði aldrei gert það því ég var ekki að spá í það."

„Þeir eru ekki að hugsa um það hvaða frábæri þjálfari hjá ÍH vann þá árið 2009. Aftur á móti ef ég hefði talað við þá að fyrra bragði og sagt, 'þú manst þegar við tókum ykkur í Njarðvík og unnum ykkur. Þið voruð með mikið betra lið'. Þá veit maður aldrei."

„Ég held að ég hafi fullt fram að færa í þessu. Það eru fullt af öðrum gaurum sem hafa það líka. Menn þurfa að vera á tánum, þetta er mikil vinna," sagði hann.

Viðtalið við Mikael má sjá í heild sinni hér að neðan, en þar ræðir hann nánar um Dr. Football.
Miðjan - Mikki um endurkomu í þjálfun með Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner